Króatía 4 – 1 Kanada
0-1 Alphonso Davies(‘2)
1-1 Andrej Kramaric(’36)
2-1 Marko Livaja(’44)
3-1 Andrej Kramaric(’70)
4-1 Lovro Majer(’94)
Kanada er úr leik á HM í Katar eftir að hafa tapað gegn Króatíu í öðrum leik riðlakeppninnar í dag.
Kanada tapaði fyrsta leik sínum 1-0 gegn Belgum og þurfti úrslit í dag til að halda í vonina fyrir lokaumferðina.
Eftir að hafa komist yfir á annarri mínútu þá töpuðu þeir kanadísku í dag en Alphonso Davies gerði fyrsta mark leiksins.
Davies skoraði eftir aðeins tvær mínútur en þeir króatísku áttu eftir að skora fjögur mörk til að tryggja sannfærandi sigur.