Klámstjarnan Astrid Wett lét í sér heyra í vikunni eftir leik Englands og Bandaríkjanna á HM í Katar.
Wett er nokkuð þekkt nafn í bransanum en hún er stuðningsmaður Chelsea og hefur lengi fylgt liðinu.
Hún er einnig mikill aðdáandi Mason Mount sem leikur með Chelsea sem og enska landsliðinu.
Wett baunaði á Mount í markalausu jafntefli við Bandaríkin en hann átti ekki sinn besta leik að þessu sinni.
,,Mason Mount, ég elska þig en þetta er HM og ekki Norwich á heimavelli,“ skrifaði Wett í færslu vakti verulega athygli.
Því miður fékk Wett töluvert hatur á samskiptamiðlum eftir færsluna og þurfti að eyða henni að lokum.
,,Þú veist ekkert um fótbolta. Haltu þig við klámið,“ skrifar einn reiður við færslu hennar.
Annar bætir við: ,,Af hverju ert þú að tjá þig? Uppvaskið bíður og þú ert á röngum stað.“
Augljóslega virkilega ljótar færslur í garð Wett sem gerði lítið annað en að tjá skoðun sína opinberlega.