Roy Keane, goðsögn Manchester United, er ánægður fyrir hönd stuðningsmanna félagsins eftir fréttir vikunnar.
Glazer fjölskyldan er loksins að leitast eftir því að selja Man Utd en eigendur félagsins eru alls ekki vinsælir á Old Trafford.
Meðlimir fjölskyldunnar gerðu lítið til að styrkja samband við stuðningsmenn og voru duglegir í að taka út peninga úr félaginu frekar en að bæta við.
Keane telur að þetta sé góð lausn fyrir alla en fjölmargir munu sýna því áhuga að kaupa Rauðu Djöflana.
,,Þetta eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Manchester United, þeir hafa viljað þá burt undanfarin ár, sambandið þarna á milli er ekkert,“ sagði Keane.
,,Þessi Glazer fjölskylda er bara viðskiptafólk svo þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmennina.“