fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Sá franski klúðrar ekki neinu – Ragnar segir: „Þetta er rugl“

433
Laugardaginn 26. nóvember 2022 18:00

Giroud (fyrir miðju)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum landsliðskempa og núverandi umboðsmaður fékk sér sæti í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, sat með Ragnari í settinu. Þeir ræddu góða byrjun Frakka en þeir fóru létt með Ástralíu, 4-1, þrátt fyrir að lenda marki undir í fyrri hálfleik.

Frakkar urðu heimsmeistarar í Rússlandi 2018 og spiluðu til úrslita á EM 2016 en á leið sinni í úrslitaleikinn á heimavelli unnu þeir Ísland í átta liða úrslitum.

Strákarnir okkar þurftu einnig að glíma við Frakkana í undankeppni EM 2020 þar sem báðir leikirnir töpuðust. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður íslenska liðsins, spilaði alla þessa leiki og viðurkennir að þar var við ramman reip að draga.

„Frakkarnir eru alltaf góðir. Það var alltaf skrýtið að spila á móti þeim. Olivier Giroud var þarna frammi og hreyfðist varla en var samt alltaf að komast í boltann. Svo var Griezmann alltaf stórhættulegur,“ segir Ragnar.

„Það var alltaf eins og það væri ekkert í gangi hjá franska liðinu en svo komu ein til tvær snöggar sendingar og allt í einu skapaðist stórhætta.“

Giroud er mögulega einn vanmetnasti fótboltamaður seinni tíma en hann stóð vaktina í framlínu franska liðsins á HM 2018 og var lykilmaður þar þrátt fyrir að ná ekki einu einasta skoti á markið alla keppnina.

„Þetta er rugl. Hann notar eiginlega alltaf bara eina snertingu á boltann. Maður þurfti aldrei að elta hann því hann losaði alltaf boltann. En, allar þessar snertingar voru fullkomnar. Ég sá hann bara aldrei klúðra neinu. Það eru ekki margir svoleiðis,“ segir Ragnar.

Giroud mun nú aftur fá stórt hlutverk í Katar því handhafi Gullboltans, sjálfur Karim Benzema, er meiddur. Þetta mun ekki veikja franska liðið að mati Ragnars.

„Mér finnst þetta henta Griezmann alveg sérstaklega vel að spila með Giroud. Það er eins og þeir passi mjög vel saman. Þetta er mjög gott fyrir franska liðið,“ segir Ragnar Sigurðsson.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Í gær

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
Hide picture