Hrafnhildur Agnarsdóttir birti afar skondið myndband á Twitter í vikunni.
Þar segir hún frá því að kærasti sinn hafi valið furðulega tímasetningu til að fara að ræða málefni enska knattspyrnufélagsins Liverpool.
Það eru margir ansi miklir stuðningsmenn Liverpool hér á landi en Daníel nokkur virðist vera með þeim harðari.
„Uppáhalds videoið mitt er ég komin með 4cm í útvíkkun og Daníel ákvað að ranta um 10 leikja unbeaten run hjá liverpool,“ skrifar Hrafnhildur með færslu sinni á Twitter, þar sem hún birtir myndbandið með.
Hún virðist ansi hissa á þessu uppátæki kærasta síns, en ræðu hans og viðbrögð hennar má sjá á myndbandinu hér að neðan.
uppáhalds videoið mitt er ég komin með 4cm í útvíkkun og Daníel ákvað að ranta um 10 leikja unbeaten run hjá liverpool pic.twitter.com/LvijVKivTZ
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) November 24, 2022