Hakim Ziyech, leikmaður Chelsea, fær loksins að yfirgefa félagið í janúar eftir að hafa reynt í allt sumar.
Frá þessu greina enskir miðlar en Ziyech var á óskalista AC Milan á Ítalíu í sumar en náði ekki að ganga í raðir liðsins.
Chelsea var ekki tilbúið að hleypa Ziyech burt á þessum tíma en er nú opið fyrir því að lána hann til San Siro.
Ziyech er alls enginn fastamaður á Stamford Bridge þessa dagana og hefur spilað níu leiki á árinu.
Milan vill fá Ziyech til að leysa Charles De Ketelaere af hólmi sem kom til félagsins í sumar fyrir 32 milljónir evra.
Hinn ungi De Ketelaere hefur alls ekki staðist væntingar og er með aðeins eina stoðsendingu í 18 leikjum hingað til.
Um er að ræða afar efnilegan leikmann sem var á óskalista margra stórliða í sumar.