fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Sjö leikmenn Sáda byrjuðu gegn Íslandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 12:08

Saud Abdulhamid. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádi-Arabía gerði ansi gott mót á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag, þegar liðið sigraði Argentínu 2-1.

Argentínumenn leiddu í hálfleik, 1-0, með marki frá Lionel Messi af vítapunktinum.

Sádi-Arabía kom hins vegar með látum inn í seinni hálfleik. Á 48. mínútu jafnaði Saleh Al-Shehri fyrir þá og fimm mínútum síðar voru þeir komnir yfir með frábæru marki Salem Al-Dawsari.

Athygli vekur að sjö leikmenn sem voru í byrjunarliði Sáda í dag voru það einnig í vináttulandsleik gegn Íslandi á dögunum.

Það eru þeir Mohammed Al Owais, Saud Abdulhamid, Salman Al Faraj, Abdulelah Al Maki, Mohamed Kanno, Firas Al Buraikan og Salem Al Dawsari.

Ísland stillti upp algjöru varaliði í leiknum sem var að mestu skipað leikmönnum úr Bestu deildinni hér á landi. Aðeins Aron Einar Gunnarsson byrjaði leikinn af leikmönnum sem telja mætti sem lykilmann í íslenska landsliðinu.

Þeim leik lauk með 1-0 sigri Sádi-Arabíu, þar sem Abdulhamid gerði einmitt markið.

Í þessum riðli eru einnig Pólland og Mexíkó, sem mætast klukkan 16 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“