fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

England í stuði – Saka og Rashford svöruðu fyrir sig eftir kynþáttaníðið á EM

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 15:14

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England fer af stað með látum á HM í Katar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik dagsins.

Jude Bellingham skoraði fyrsta mark leiksins áður en Bukayo Saka skoraði glæsilegt mark. Raheem Sterling kom liðinu svo í 3-0 áður en fyrri hálfleikur var á enda.

Saka skoraði svo fjórða mark leiksins áður en Mehdi Taremi lagaði stöðuna fyrir Íran.

Það var svo varamaðurinn, Marcus Rashford sem bætti við fimmta markinu fyrir England. Annar varamaður, Jack Grealish skoraði svo sjötta mark leiksins. Taremi lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma en John Stones var dæmdur brotlegur.

Harry Maguire varnarmaður enska liðsins fór meiddur af velli í leiknum en óvíst er hvort það sé alvarlegt eða ekki.

Auganblikið var sérstaklega fallegt fyrir Saka og Rashford sem teknir voru af lífi og máttu þola mikinn rasisma eftir Evrópumótið á síðasta ári. Klikkuðu þeir á vítaspyrnum í úrslitaleiknum en svöruðu fyrir sig á fallegan hátt í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi