Arnar Þór Viðarosson, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands, tjáði sig í dag eftir leik við Lettland í ‘Baltic Cup’.
Ísland vann sinn fyrsta bikar í yfir 30 ár en liðið vann Lettland í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma.
Lettland spilaði manni færri alveg frá 27. mínútu og hefðum við klárlega viljað klára verkefnið á 90 mínútum.
,,Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna bikar, ég held að það séu 30 ár síðan við unnum bikar síðast. Við kláruðum þennan leik í dag með sæmd og mér fannst við spila vel og það er hálf ótrúlegt að þetta hafi þurft að fara í vítakeppni,“ sagði Arnar.
,,Við vorum með ákveðið gameplan fyrir leikinn í dag og þegar við lentum manni fleiri þá snerist þetta um að halda tempóinu hátt og reyna fá inn sem flesta krossa og fá fólk inn í teiginn og það gekk ágætlega.“
,,Við áttum tvö eða þrjú stangar og sláarskot og mikið af færum. Þegar við vorum 11 gegn 11 þá vorum við búnir að fá dauðafæri.“