Landslið Marokkó undirbýr sig nú af krafti fyrir Heimsmeistaramótið í Katar, sem er við það að hefjast. Í gær lék liðið vináttulandsleik við Georgíu.
Marokkó vann öruggan 3-0 sigur. Annað mark liðsins var einstaklega flott, en það skoraði Hakim Ziyech, leikmaður Chelsea.
Markið skoraði hann fyrir aftan miðju.
Marokkó er í riðli með Króatíu, Belgíu og Kanada á HM. Liðið hefur leik á miðvikudag gegn fyrstnefnda liðinu.
Hér að neðan má sjá magnað mark Ziyech í gær.
Hakim Ziyech from his own half 😱😱😱
(via @arryadiatv)pic.twitter.com/VRo0E4XTwA
— B/R Football (@brfootball) November 17, 2022