fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Matti Vill ræðir málin: Endurkoma Heimis í FH flækti hlutina – „Fýla hvað Arnar er heiðarlegur með allt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Vilhjálmsson segir að það hafi verið mjög erfið ákvörðun að yfirgefa FH en hann skrifaði undir tveggja Víking Reykjavík í dag.

„Þetta var rosalega erfið ákvörðun, FH hefur gert helling fyrir mig og vonandi gaf ég mikið til baka líka. Ég hef verið í FH í tíu ár af mínu lífi og ar þakklátur fyrir allan þann tíma,“ segir Matthías í samtali við 433.is en hann er 35 ára gamall.

Matthías varð Íslandsmeistari með FH fjórum sinnum á fimm árum áður en hann fór í atvinnumennsku þar sem hann lék með Start, Rosenborg og Vålerenga í Noregi. Með Rosenborg varð Matthías fjórum sinnum Norskur meistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.

Matthías kemur til Víkings eftir að samningur hans við FH rann út.

„Fótboltinn hjá Víkingi heillaði mig. Ég hef fylgst náið með þeim síðustu tvö ár þar sem þeir vinna bikarinn tvisvar og einu sinni Íslandsmeistarar. Ofan á það verða þeir líka bikarmeistarar 2019. Þeir spila skemmtilegan fótbolta og ég tel að mínir styrkleikar nýtist þeim vel. Þeir eru með geggjað þjálfarateymi og það er mikill metnaður.“

Kjaftasögur um áhuga Víkings fóru á flug í október þegar Besta deildin var enn í gangi. „Ég lagði allt á ís meðan FH var í fallbaráttu. Ég tjáði umboðsmanni mínum það að ég vildi ekki hugsa um neitt annað. Eftir tímabilið heyrði ég af áhuga þeirra og þetta var fljótt að gerast. Tilboðið kom þegar ég var í fríi,“ segir Matthías.

Mynd/Eyþór Árnason

Endurkoma Heimis flækti hlutina:

Heimir Guðjónsson tók við FH á þriðjudag og flækti það ákvörðun Matthíasar enda höfðu hann og Heimir átt frábært samband á árum áður í FH.

„Það gerði þetta mjög erfitt, ef einhver maður nær að rífa gengi FH í gang þá er það Heimir. Hann er algjör toppmaður og ég hef bara góða hluti um hann að segja. Heimir gerði hrikalega mikið fyrir minn feril og gerði mig að fyrirliða þegar ég var ungur. Ég Heimi Guðjóns mikið að þakka. Hann hringdi í mig áðan og óskaði mér góðs gengis. Það segir allt um hann, gerir allt af fagmennsku,“ segir Matthías.

Matthías þekkir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings vel en þeir léku saman í FH. „Ég var bara bólugrafinn og leit upp til Arnars þá, ég er í kringum tvítugt þegar við spilum saman í FH. Ég man bara hversu vel hann kom alltaf fyrir og sýndi ungum leikmönnum virðingu. Ég man eftir leik þar sem Arnar byrjar en ég er á bekknum, hann kemur til mín og segir að ég eigi alltaf að byrja frekar en hann. Ég man eftir svona atvikum, ég fýla hvað hann er heiðarlegur með allt. Hann kemur hreint fram í viðtölum.“

Mynd/Anton Brink

Sumarið tók vel í:

Matthías hefur sterka tengingu við FH og því er viðskilnaðurinn erfiður. „Þetta var ótrúlegt ár, þetta tók mikið á. Félagið er ekki vant því að vera í þessari stöðu. Það voru fullt af málum sem tengdust fótbolta ekkert sem trufluðu. Það hefur verið rót á félaginu, þjálfaraskiptingar og fleira. Ég held að FH sé komið í góð mál núna, gott þjálfarateymi og fleira. Ég held að félagið hafi lært mikið í sumar,“ segir Matthías en FH rétt bjargaði sér frá falli.

„Það komu fleiri fyrirspurnir, en ég var strax spenntur fyrir þessu Víkings dæmi. Það var mest það og FH. Það kom ekkert annað til greina.“

Galli allan ferilinn:

Eitt af því sem rætt hefur verið um er að Matthías hafi hlaupið alltof mikið í liði FH miðað við það að vera framherji.

„Það hefur verið galli allan minn feril, maður vill svo mikið. Stundum er betra að hlaupa minna, ég skil alveg hvað Arnar Gunnlaugsson er að fara. Ég man eftir þessum sömu orðum frá þjálfurum þegar ég var 18 ára, 25 ára og þrítugur. Maður getur kannski nýtt orkuna betur fram á við. Ég held samt að þetta sé jákvætt líka. að ég get á þessum aldri ennþá hlaupið svona mikið.“

„Ég er mjög hungraður eftir þetta tímabil, mig langar að leggja mitt að mörkum fyrir Víking. Styrkleikar mínir geta nýst Víkingum. Ég er góður í uppsili og þeir eru með frábæra vængmenn. Ég get svo verið ógn í boxinu. Þetta er undir mér komið að standa mig, það er mikil samkeppni og það heillar mig.“

„Ég hef aldrei verið fljótur, það hefur aldrei verið styrkleiki. Þannig menn endast stundum lengur svo snýst þetta líka um heppni og lífsstíl.“

„Það var núna eða aldrei að prufa nýtt umhverfi á Íslandi. Ég hef bara spilað með FH hér á landi fyrir utan leiki í 3 deildinni með BÍ. Ég skil alveg ef einhverjir FH-ingar eru svekktir, fótboltaferilinn er bara mjög stuttur. Ég mun alltaf fylgjast með FH og hafa hjarta fyrir FH. Mér fannst þetta rétt skref núna,“ segir Matthías að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði