fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Staða þriggja leikmanna Liverpool í óvissu – Fara þeir strax í janúar?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagaskiptasérfræðingurinn virti, Fabrizio Romano, hefur tjáð sig um framtíð þriggja leikmanna sem hafa verið orðaðir frá Liverpool.

Framtíð þeirra Naby Keita, Alex-Oxlade Chamberlain og Nat Phillips hefur verið í óvissu.

Liverpool borgaði RB Leipzig 60 milljónir evra fyrir þjónustu Keita árið 2018. Samningur hans rennur út næsta sumar.

„Mér er sagt, þrátt fyrir allt sem hefur verið rætt um, að það sé ekki á dagskrá að selja Keita í janúar eins og staðan er,“ segir Romano.

Samningur Chamberlain á Anfield rennur einnig út næsta sumar. Phillips er þó með lengri samning.

„Hvað Phillips og Chamberlain varðar fer það eftir tilboðunum sem Liverpool fær í þá og hvort félagið finni leikmenn í staðinn fyrir þá,“ segir Romano.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður