fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Haaland verið magnaður en þó ekki eins magnaður og Suarez

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 11:00

Haaland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Braut Haaland hefur verið hreint magnaður fyrir Manchester City frá því hann kom til félagins frá Borussia Dortmund í sumar.

Norski framherjinn hefur farið fram úr björtustu vonum flestra stuðningsmanna Manchester City og skorað átján mörk í fyrstu tólf leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir magnaðan árangur er þetta ekki besta byrjun tímabils hjá leikmanni er varðar markaskorun í ensku úrvalsdeildinni.

Luis Suarez skoraði nefnilega nítján mörk í fyrstu tólf leikjum sínum á tímabilinu 2013-2014. Hann var á mála hjá Liverpool.

Markaskorun hans var nálægt því að tryggja Liverpool sigur í ensku úrvalsdeildinni vorið 2014, en City hafði þá betur. Suarez skoraði í heildina 31 mark þetta tímabilið, þrátt fyrir að hafa misst af fyrstu sex leikjunum vegna leikbanns.

Haldist Haaland heill á hann þó góðan möguleika á því að slá metið yfir flest mörk skoruð á tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur á Mohamed Salah það, en hann gerði 32 mörk tímabilið 2017-2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi