fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Krabbamein og fleiri áföll stöðvuðu Mist ekki – „Það verður smá skrýtið núna að fylla upp í tómarúmið“

433
Laugardaginn 8. október 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mist Edvardsdóttir er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar með Benna Bó á Hringbraut. Hún mætti í settið ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. 

Mist átti magnaðan knattspyrnuferil. Nú hefur hún að öllum líkindum lagt skóna á hilluna eftir fjórða krossbandsslit ferilsins, 32 ára gömul. 

„Ég hef verið í fótbolta síðan ég var fjögurra ára. Ég veit ekki hvort maður muni nokkurn tímann finna eins mikla ástríðu fyrir einhverju. Það verður smá skrýtið núna að fylla upp í tómarúmið,“ segir Mist.  

„Ég er búinn að vera að brjóta hugann yfir hvað ég get gert til að dreifa huganum. Ég var kominn út „ég verð bara að kaupa mér hús og gera það upp“ og einhver svona vitleysa. Maður þarf að finna sér eitthvað. Ég hef mjög gaman að golfi og mig langar svolítið að taka það föstum tökum.“ 

Krossbandsslit voru ekki einu áföll á knattspyrnuferli Mistar. Hún greindist með krabbamein árið 2014. 

„Ég er sátt við minn feril í dag. Ég syrgi alveg líka hvernig hann fór, sérstaklega landsliðsferilinn. Ég greinist með krabbamein og slít í kjölfarið fjórum sinnum krossband á sex árum. En úr því sem var er ég mjög sátt með minn feril.“ 

Hún sagði nánar frá því er hún greindist með krabbamein. „Ég talaði bara við landsliðslækni. Ég fór ekki til læknis strax. Ég hitti alltaf bara lækni landsliðsins í ferðum og svona. Það er síðan í júní sem ég fæ greininguna. Það er rétt fyrir eitthvað verkefni, tvo leiki á móti Danmörku. Ég fór með liðinu út og varð eftir í Danmörku til að byrja meðferðina, fara í skanna og svona. Þær fóru heim að spila seinni leikinn.“ 

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
Hide picture