fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Gumma Ben og Þorkeli blöskrar tíðindin af Sigga – „Ég á ekki til orð yfir þessu“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær að Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis væri að gerast aðstoðarþjálfari Vals.

Tíðindin koma nokkuð á óvart og þá aðallega tímasetning þeirra enda er Leiknir að berjast fyrir lífi sínu í Bestu deildinni þegar fjórir leikir eru eftir.

„Sigurður Höskuldsson, hvers vegna í andskotanum erum við að tilkynna að við séum hættir þegar það eru fjórir leikir eftir upp á líf og dauða?“ sagði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð2 Sport í gær.

Þorkell Máni Pétursson var sérfræðingur í þættinum og á erfitt með að skilja hvað mönnum gengur til að greina frá þessu á þessum tímapunkti.

„Ég á ekki til orð yfir þessu. Mér finnst þetta galið og frábær tíðindi fyrir FH-inga að fara í Leiknismennina gíraða í það að þjálfarinn okkar er að fara að hætta og við í botnbaráttu. Ég skil ekki hvernig þessi tilkynning mátti ekki bíða,“ sagði Þorkell.

„Búum við í þannig samfélagi að það þurfa allir að vera að tala, þó þetta hefðu verið orðrómar þá hefðu þeir geta verið það bara. Menn trúa ekki öllu sem þeir heyra í hlaðvarpsþáttum eða fæstir sem ég þekki.“

„Siggi er frábær þjálfari og það er staðreynd málsins. Strákarnir mínir sögðu að Siggi væri besti þjálfari sem þeir höfðu haft, en verst hvað hann væri leiðinlegur. Ég segi þetta stundum við Sigga í gríni en hann er frábær þjálfari,“ sagði Þorkell en Fótbolti.net fjallaði fyrst um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar