fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
433Sport

Stjörnustríð á Twitter: Rífast um ágæti Ronaldo – „Ekki vera klappstýra“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 10:00

Carragher er stundum fljótur upp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher og Rio Ferdinand skiptust nokkuð harkalega á orðum á Twitter í gær þegar byrjað var að ræða um Cristiano Ronaldo.

Ronaldo var ónotaður varamaður gegn Manchester City á sunnudag og hefur Erik ten Hag verið gagnrýndur fyrir það.

„Hugmyndin um að Ten Hag hafi gert rangt með því að spila ekki Ronaldo er hlægileg,“ skrifaði Carragher á Twitter en United tapaði 6-3 á Ethiad.

„Ronaldo spilaði gegn Brentford og það var 4-0 í hálfleik. Þetta er ekkert skot á Ronaldo en hraðinn í Rashford í skyndisóknum eins og við sjáum gegn Arsenal og Liverpool, var 100 prósent besti möguleikinn.“

Ferdinand var fljótur að svara og koma sínum gamla félaga til varnar. „Carra, ertu enn í fýlu yfir því að hann hafi ekki viljað taka í höndina þína? Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk;“ sagði Ferdinand en fyrir leik United og Liverpool á Old Trafford í vetur vildi Ronaldo ekki taka í hönd Carragher.

Rio Ferdinand

„Ég er ánægður með að það hafi farið á flug. Rio ég veit hvernig þetta virkar, hann er vinur þinn og Patrice Evra. Þið sem hópur eruð á Whatsapp og hann biður ykkur að verja sig. Ekki vera klappstýran hans, þú ert Rio Ferdinand.“

Ferdinand var ekki að kvitta upp á þetta. „Hvaða Whatsapp hópur? Hættu drengur, ég vil sömu orku þegar þú ert með Roy Keane í sjónvarpinu næst. Hættu að láta jarða þig,“ sagði Rio.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sterling gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Senegal

Sterling gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Senegal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Englands og Senegal – Saka inn fyrir Rashford

Byrjunarlið Englands og Senegal – Saka inn fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt myndband: Misstu stjórn á sér í æfingaleik – Leikurinn stöðvaður og menn sendir heim

Sjáðu ótrúlegt myndband: Misstu stjórn á sér í æfingaleik – Leikurinn stöðvaður og menn sendir heim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var valinn bestur en hafði engan áhuga á verðlaununum – Sjáðu svipinn

Var valinn bestur en hafði engan áhuga á verðlaununum – Sjáðu svipinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sáu fallegustu konuna í Katar með berum augum og byrjuðu að mynda – Sjáðu viðbrögð hennar

Sáu fallegustu konuna í Katar með berum augum og byrjuðu að mynda – Sjáðu viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vakti verulega athygli á blaðamannafundi í gær – Sjáðu kossinn umtalaða

Vakti verulega athygli á blaðamannafundi í gær – Sjáðu kossinn umtalaða
433Sport
Í gær

Helgi Seljan telur að menn hafi ekki hugsað nýjungarnar til enda

Helgi Seljan telur að menn hafi ekki hugsað nýjungarnar til enda
433Sport
Í gær

Flick staðfestir að hann ætli ekki að segja upp

Flick staðfestir að hann ætli ekki að segja upp