fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Zlatan kynntist eiginkonu sinni á afar skrautlegan hátt – „Hann sá eitthvað sem honum líkaði við“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. október 2022 15:30

Zlatan Ibrahimovic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovich og eiginkona hans, Helena Seger, kynntust þegar hún heimtaði að hann færði illa lagða Ferrari-bifreið sína.

Zlatan og Seger hafa verið saman síðan 2002. Eiga þau tvo syni saman.

Þau kynntust á ansi skrautlegan hátt. Zlatan hafði lagt bíl sínum svo illa að Seger gat ekki komið sínum bíl í burtu.

„Hann lagði bíl sínum illa á bílastæði í Malmö. Það gerði það að verkum að ég kom Mercedes-bíl mínum ekki í burtu. Ég sagði honum nokkuð harkalega að færa bílinn. Hann sá eitthvað sem honum líkaði við,“ segir Seger.

Þrátt fyrir að kynnast á fremur neikvæðan hátt er allt enn í blóma hjá Zlatan og Seger tuttugu árum síðar.

Zlatan er þessa stundina á mála hjá AC Milan. Hann er þó að glíma við meiðsli. Svíinn hefur spilað fyrir mörg af stærstu knattspyrnufélögum heims á ferlinum. Þar má nefna Barcelona, Manchester United, Juventus og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening