fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Haaland nær 70 mörkum ef hann heldur áfram á sömu braut

Victor Pálsson
Mánudaginn 3. október 2022 18:33

Erling Haaland fagnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enginn leikmaður í Evrópu sem hefur byrjað tímabilið jafn vel og Erling Haaland, leikmaður Manchester City.

Haaland hefur skorað þrjár þrennur fyrir Man City í deildinni síðan hann kom frá Dortmund í sumar.

Norðmaðurinn gerði þrennu í 6-3 sigri á Manchester United í gær og er með 14 mörk í aðeins átta leikjum.

Ef Haaland heldur áfram að skora eins mikið og fær að spila 90 mínútur í hverjum leik þá skorar hann 56 mörk til viðbótar.

Leikmaðurinn myndi því skora 70 mörk í ensku deildinni ef honum tekst að halda áfram á sömu braut sem er þó ólíklegt enda um langt og strangt tímabil að ræða.

Markametið í deildinni stendur í 34 mörkum en Andy Cole og Alan Shearer náðu þeim áfanga á sínum tíma.

Allar líkur eru á að Haaland muni bæta þetta met en Man City á eftir að spila 30 deildarleiki á tímabilinu.

Einnig eru líkur á að Haaland endi uppi sem markahæsti leikmaður í sögu deildarinnar ef hann spilar með Englandsmeisturunum í mörg ár í viðbót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki