fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Jörundur Áki ráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs

Victor Pálsson
Föstudaginn 14. október 2022 20:45

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörundur Áski Sveinsson hefur verið ráðinn til starfa hjá KSÍ og tekur að sér starf sem sviðsstjóri knattspyrnusviðs.

Þetta kemur fram í tilkynningu KSÍ í kvöld en Jörundur er reynsur þjálfari og er með UEFA Pro gráðu.

KSÍ lýsir starfinu ítarlega í tilkynningunni en jörundur mun hafa yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf.

Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best.

Af heimasíðu KSÍ:

KSÍ hefur ráðið Jörund Áka Sveinsson sem sviðsstjóra knattspyrnusviðs. Jörundur Áki tók í lok júlí tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna sviðsstjóra knattspyrnusviðs sem snúa að yngri landsliðum karla og kvenna, auk ýmissa annarra verkefna. Staðan var síðan auglýst í ágúst og alls bárust fjórar umsóknir. Sviðsstjóri knattspyrnusviðs ber ábyrgð á faglegu starfi KSÍ á knattspyrnusviði og heyrir undir framkvæmdastjóra.

Jörundur Áki, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu, mikla reynslu af knattspyrnustarfi og þjálfun. Hann hefur verið starfsmaður knattspyrnusviðs KSÍ síðustu ár og þjálfari U16 og U17 landsliða karla. Jörundur hefur þjálfað U21, U17 og U16 landslið karla og öll landslið kvenna og á að baki um eitt hundrað leiki sem aðalþjálfari landsliða, auk fjölmargra leikja sem aðstoðarþjálfari. Að auki hefur hann stýrt meistaraflokksliðum karla og kvenna í samtals um þrjú hundrað KSÍ-leikjum.

Helstu verkefnum og ábyrgð sviðsstjóra knattspyrnusviðs er lýst hér að neðan og mun Jörundur í starfi sínu hafa aðkomu að þjálfun yngri landsliða og vinna náið með þjálfurum A landsliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rómverjar reyna að fá Bailey

Rómverjar reyna að fá Bailey
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Í gær

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi
433Sport
Í gær

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“