fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Staðfestir að það sé verið að selja Griezmann

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. október 2022 16:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xavi, stjóri Barcelona, hefur staðfest það að félagið sé að selja sóknarmanninn Antoine Griezmann til Atletico Madrid.

Griezmann er þessa stundina í láni hjá Atletico frá Barcelona en hann gerði lánssamninginn í fyrra.

Griezmann var magnaður fyrir Atletico frá 2014 til 2019 áður en hann gekk í raðir Barcelona þar sem hlutirnir gengu ekki upp.

Xavi staðfesti það við blaðamenn í gær að viðræður á milli félagana væru í gangi og að það væri ósk Börsunga að losa sig alfarið við leikmanninn.

Griezmann er 31 árs gamall og hefur skorað þrjú mörk í 10 leikjum fyrir Atletico á tímabilinu.

,,Mér er sagt að samkomulag sé í höfn en að ekkert sé staðfest ennþá. Ég óska honum alls hins besta,“ sagði Xavi.

Atletico borgar um 20 milljónir evra fyrir Griezmann sem gerir samning til ársins 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“