Blóðheitur stuðningsmaður enska félagsins West Bromwich Albion lét í sér heyra í vikunni eftir leik liðsins við Preston í Championship-deildinni.
West Brom hefur byrjað tímabilið skelfilega í næst efstu deild og er í fallsæti eftir 12 umferðir.
Þessi ágæti stuðningsmaður hjólaði í Steve Bruce, stjóra West Brom, eftir 1-0 tap gegn Preston og var augljóslega alls ekki sáttur.
,,Þú ert fullorðinn maður,“ var á meðal þess sem Bruce sagði við manninn sem átti erfitt með að höndla tilfinningarnar.
Stuðningsmaðurinn endaði á að segja Bruce að koma sér burt frá félaginu enda er þetta ekki lið sem á að vera í fallbaráttu í Championship.
Atvikið má sjá hér.
Steve Bruce confronted by a West Brom fan 😳
pic.twitter.com/z1CrPIGav5— The Second Tier (@secondtierpod) October 7, 2022