Það verða breytingar hjá KR eftir tímabilið í Bestu deild karla samkvæmt sparkspekingnum Kristjáni Óla Sigurðssyni.
Kristján Óli er fyrrum leikmaður Breiðabliks og er í dag einn af sérfræðingum hlaðvarpsþáttarins Þungavigtin.
Samkvæmt hans heimi,dum er Rúnar Kristinsson að kveðja KR og verður ekki þjálfari liðsins næsta sumar.+
Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson munu taka við keflinu á Meistaravöllum sem gæti orðið spennandi teymi.
Rúnar gæti tekið að sér starf á bakvið tjöldin hjá KR en hann hefur þjálfað liðið frá árinu 2017.
KR varð síðast deildarmeistari árið 2019 en vann einnig titilinn undir Rúnari árið 2011 og 2013.
Halldór Árnason og Jökull Elisabetarson taka við KR eftir tímabilið.
Heimavinna fer aldrei í helgarfrí.
Góðar stundir. pic.twitter.com/cZEbgnUrIE
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 8, 2022