Myndband af leikmanni West Ham hefur vakið töluverða athygli á samskiptamiðlum eftir leik liðsins við Anderlecht í gær.
Leikmaðurinn um ræddi er Lucas Paqueta en hann kom til félagsins í sumar frá Lyon og er sá dýrasti í sögu klúbbsins.
Paqueta bauð upp á skemmtileg tilþrif í 1-0 sigri West Ham í gær er hann tók á móti boltanum á mjög heillandi hátt.
Liðsfélagi Paqueta, Aaron Cresswell, missti sig á varamannabekknum eftir móttöku Paqueta sem er mikill skemmtikraftur á velli.
Myndband af atvikinu má sjá hér.
Nah cresswells reaction😭😭😭pic.twitter.com/jUZtWTT5ZZ
— Harley🇧🇷 (@PaquetaHive) October 6, 2022