Jude Bellingham miðjumaður Borussia Dortmund er byrjaður að ræða um kaup og kjör við Real Madrid vegna mögulegra félagaskipta næsta sumar.
Dortmund er tilbúið að selja enska miðjumanninn fyrir um 100 milljónir punda næsta sumar.
Bellingham er 19 ára gamall og hefur sannað ágæti sitt með Dortmund og enska landsliðinu. Öll stærstu lið Englands vilja fá hann.
Rætt hefur verið um að Liverpool, Manchester United, Chelsea og fleiri lið á Englandi hefðu mikinn áhuga.
Marca segir hins vegar frá því að byrjað sé að ræða nákvæmar tölur í samtali Real við umboðsmann Bellingham. En Real hefur lengi látið vita af áhuga sínum.