Samkvæmt The Times horfir Southampton til Jesse Marsch sem hugsanlegs arftaka Ralph Hasenhuttl hjá félaginu.
Southampton er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með sjö stig eftir átta leik. Starf Hasenhuttl er talið í nokkurri hættu.
Talið er að hann hafi tvo leiki til að snúa genginu við.
Marsch er á blaði hjá Southampton ef það tekst ekki.
Bandaríkjamaðurinn tók við stjórn Leeds á síðustu leiktíð, eftir að Marcelo Bielsa var látinn fara.
Honum tókst að halda liðinu í úrvalsdeildinni í vor.
Sem stendur er Leeds í tólfta sæti með níu stig eftir fínustu byrjun.