Sara Arfaoui, eiginkona Ilkay Gundogan, hefur vakið reiði á meðal einhverra eftir að hún gagnrýndir veitingahúsasenuna í Manchester.
Gundogan er leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og búa hjónin því í borginni.
„Fyrirgefið. Mér finnst leitt að segja það en það er ekkert,“ segir Arfaoui, spurð út í sitt uppáhalds veitingahús í Manchester.
„Ég reyndi hvað ég gat að finna gott veitingahús en maturinn er hræðilegur alls staðar. Það er ekki hægt að finna alvöru ítalskan eða gott sushi, það er allt frosið. Veitingahúsin hér einbeita sér að því að búa til peninga með því að selja drykki og skot eins og skemmmtistaðir. Það er ekki lögð áhersla á matinn, kannski í London en ekki í Manchester, því miður.“
Matargagnrýndandinn Jay Rayner hefur svarað Arfaoii fullum hálsi.
„Þetta er fáránleg skoðun. Það er allt úti í frábærum, sjálfstæðum veitingahúsum. Það er frábært að borða þarna og svona ummæli á erfiðum tíma fjárhagslega hjálpa veitingahúsum ekki sem eiga þegar erfitt fyrir.“
Arfaoui svaraði Rayner. „Megum við ekki vera hreinskilin þar sem við höfum náð árangri? Ég reyndi öll bestu veitingahúsin en það er nei frá mér. Ég get ekki logið.“
„Ég er vön Ítalíu svo eins og þú getur ímyndað þér er erfitt að bera þetta saman. Manchester er frábær borg, hér er frábært fólk en ekki veitingastaðir.“