fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Harðorður í garð leikmanns Chelsea og segir hann án persónuleika

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 20:00

Koulibaly.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var harðorður í garð varnarmannsins Kalidou Koulibaly sem spilar með Chelsea í gær.

Koulibaly hefur ekki farið of vel af stað með Chelsea eftir að hafa skrifað undir samning í sumarglugganum.

Miðvörðurinn var um tíma einn besti varnarmaður Ítalíu en hann vakti athygli með frammistöðu sinni fyrir Napoli.

Chelsea vann AC Milan 3-0 í Meistaradeildinni í gær og var Capello alls ekki hrifinn af spilamennsku Koulibaly.

,,Hjá Chelsea þá er hann ekki með neinn persónuleika,“ sagði Capello í samtali við Sky Sports á Ítalíu.

,,Þegar hann fær boltann þá hikar hann. Hann er ekki fljótur í að gefa boltann, hann gerir ekki það sem hann gerði hjá Napoli.“

,,Hjá Napoli þá var það hann sem stjórnaði, hann kom fram völlinn, gaf langar sendingar og nú er hann með boltann á milli fótanna. Hann veit ekki hvern hann á að gefa á og gefur á einhvern sem er við hliðina á honum.“

,,Hann er að koma mér á óvart. Ég hélt að hann yrði mjög mikilvægur hjá Chelsea um leið en eins og er þá er hann ekki að láta eins og hann sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefnir allt í að goðsögnin verði gjaldþrota – Skuldar um 250 milljónir

Stefnir allt í að goðsögnin verði gjaldþrota – Skuldar um 250 milljónir
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Calvert-Lewin mættur í læknisskoðun hjá Leeds

Calvert-Lewin mættur í læknisskoðun hjá Leeds
433Sport
Í gær

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar