Arsenal 3 – 0 Bodo/Glimt
1-0 Edward Nketiah(’23)
2-0 Rob Holding(’28)
3-0 Fabio Vieira(’85)
Arsenal var ekki í vandræðum í Evrópudeildinni í kvöld er liðið spilaði við Bodo/Glimt í riðlakeppninni.
Verkefnið var alltaf að fara verða erfitt fyrir þá norsku en Alfons Sampsted er leikmaður liðsins.
Alfons lék allan leikinn í bakverði Bodo/Glimt sem tapaði sannfærandi 3-0 á Emirates.
Þetta var fyrsta tap Bodo/Glimt í riðlinum en liðið er með fjögur stig í öðru sæti en Arsenal á toppnum með sex.
PSV og Zurich eru hin tvö lið riðilsins en PSV vann sinn leik í kvöld 5-1.