fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Davíð Þór um málefni Eiðs: „Þetta var mjög erfið ákvörðun“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var mjög erfið ákvörðun,“ segir Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH við 433.is um þá ákvörðun sem FH og Eiður Smári Guðjohnsen tóku í dag um að hann stígi til hliðar.

Eiður var tekinn fyrir ölvunarakstur á þriðjudag, degi fyrir leik liðsins gegn ÍBV í Bestu deild karla. Liðið tapaði gegn ÍBV og situr í fallsæti þegar fjórir leikir eru eftir. Þjálfarinn fer til hliðar og Sigurvin Ólafsson tekur við

„Ég vona að þetta hafi ekki áhrif á gengi liðsins. Sigurvin tekur við liðinu og við höfum fulla trú á honum. Við hin þurfum að styðja við bakið hans og styðja við liðið í þessu verkefni. Vonandi þéttir þetta okkur saman og við fáum jákvæða orku úr þessu leiðindamáli.“

Í yfirlýsingu FH kemur fram að ef Eiður Smári nær vopnum sínum á nýjan leik geti hann snúið til baka. „Við vonum að sú vinna hans verði jákvæð eins og segir í yfirlýsingu,“ sagði Davíð.

Eiður Smári er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Íslands en hann var að stýra FH í annað sinn á ferlinum. Hann var einnig þjálfari liðsins árið 2020.

Eiður hætti svo með FH eftir það tímabil og gerðist aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Samningi Eiðs við landsliðið var svo sagt upp seint á síðasta ári.

Eiður tók við FH í slæmri stöðu í sumar og hefur ekki tekist að snúa við gengi liðsins. Liðið á fjóra leiki eftir í Bestu deildinni til að bjarga sæti sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur