Það vantaði ekki upp á dramatíkina í kvöld er Valur heimsótti Víking Reykjavík í úrslitakeppni Bestu deildar karla.
Það voru Víkingar sem fögnuðu sigri á heimavelli en staðan var ekki góð eftir fyrri hálfleikinn.
Valur var með 2-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks en Víkingar löguðu stöðuna á 70. mínútu.
Danijel Djuric gerði það en um 14 mínútum síðar var Nikolaj Hansen búinn að jafna metin í 2-2 þegar stutt var eftir.
Það tók Danijel svo aðeins tvær mínútur að bæta við sigurmarki Víkinga sem unnu magnaðan 3-2 sigur eftir að hafa lent svona undir.
Það er nú staðfest að KA hefur tryggt sér Evrópusæti fyrir næstu leiktíð eftir úrslitin í kvöld.
KA er með 46 stig í öðru sæti deildarinnar, nú 14 stigum á undan Val sem situr í fjórða sætinu.