Manchester United verður án þriggja varnarmanna er liðið heimsækir Omonia Nicosia í Evrópudeildinni á morgun.
Harry Maguire sem líklega hefði byrjað leikinn er áfram meiddur en hann kom meiddur til baka úr verkefni með enska landsliðinu á dögunum.
Raphael Varane sem meiddist gegn Manchester City á sunnudag var ekki mættur á æfingu liðsins í dag og fer því ekki með til Kýpur.
Aaron Wan Bissaka sem lítið hefur spilað á tímabilinu er áfram meiddur og sömu sögu er að segja af Donny van de Beek.
Líklegt er að Erik ten Hag skilji einhverja lykilmenn eftir heima en ferðalagið til Kýpur er langt og strangt.