Darwin Nunez hefur átt erfitt uppdráttar á Anfield en Liverpool festi kaup á framherjanum í sumar. Nunez hafði slegið í gegn hjá Benfica í Portúgal.
Nunez hefur eftir félagaskiptin hikstað nokkuð, hann gæti á endanum kostað Liverpool 85 milljónir punda og því eru kröfur gerðar til hans.
Nunez sem er frá Úrúgvæ er meðvitaður um það sem Jurgen Klopp vill fá frá honum en viðurkennir þó að hann skilji hann oft illa.
„Sannleikurinn er sá að ég skil í raun ekki orð sem hann segir,“ segir Nunez í viðtali við TNT Sports.
„Ég ræði það við liðsfélaga mína og fæ að vita hvað hann er að gera. Hann er með sinn leikstíl sem ég skil.“
„Hann vill einfalda hluti, við eigum ekki að óttast það að spila og hafa sjálfstraust. Þegar við töpum boltanum eigum við að pressa um leið.“
„Hann biður alltaf um þessa hluti og því skil ég planið.“