Úkraína ætlar að sækjast eftir því að vera hluti af þeim þjóðum sem halda Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2030.
Times segir frá en þar kemur fram að Úkraína verði í hópi með Spáni og Portúgal til að halda stórmótið.
Úkraína yrði í litlu hlutverki og færi einn riðill fram þar í landi, takist vel tel.
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu hefur gefið grænt ljós á þátttöku Úkraínu og sama má segja um Spán og Portúgal.
Ástandið í Úkraínu í dag er slæmt eftir að Rússar réðust inn í landið snemma á árinu og er stríðið enn í fullum gangi.
Úrúgvæ, Argentína, Síle og Paragvæ sækjast einnig eftir mótinu og þá gæti Grikklandi í samfloti við Sádí Arabíu og Egyptaland reynt að fá mótið.
HM fer fram í Katar á þessu ári og árið 2026 fer mótið til Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada.