Liverpool er að eltast við John Duran 18 ára undrabarn frá Kólumbíu en liðið þarf að berjast við Chelsea um að klófesta kauða.
Duran er eins og fyrr segir ungur að árum en hann hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Chicage Fire í MLS deildinni.
15 ára gamall byrjaði Duran að spila með Envigado í efstu deild Kólumbíu. Þar skoraði hann 10 mörk í 49 leikjum.
Hann hefur á þessu tímabili skorað átta mörk og lagt upp sex mörk fyrir Chicago Fire og stórlið í Evrópu fylgjast með.
Sagt er frá því að ensku stórliðin fylgist nú með en Chicago Fire krækti í hann í janúar en gæti nú selt hann fyrir væna summu.
Samkvæmt fréttum í Bandaríkjunum hefur Liverpool fengið þau skilaboð að Duran kosti tæpar 10 milljónir punda.