Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Breiðabliks er mættur til Noregs til þess að skrifa undir hjá Rosenborg.
Ísak mætti til Þrándheims í dag ásamt Ólafi Garðarssyni sem er umboðsmaður hans.
Ísak mun að öllum líkindum ganga frá sínum málum og halda svo til Íslands til að klára Bestu deildina með Breiðablik.
Ísak mun svo formlega ganga í raðir Rosenborg í janúar en félagið keypti Kristal Mána Ingason frá Víkingi í sumar.
Ísak Snær kom til Breiðabliks fyrir tímabilið og hefur leitt sóknarlínu liðsins en liðið er með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar, þegar fjórir leikir eru eftir.
Ísak Snaer Thorvaldsson er tirsdag på plass i Trondheim for å gjennomføre medisinsk test og fullføre overgangen fra Breidablik til Rosenborg.🇮🇸🛩
Allerede enighet om en avtale fra 1.januar 2023. https://t.co/Uxvumobjuy pic.twitter.com/abzVXLjTyX
— Stian André de Wahl (@StianWahl) October 4, 2022