Aurelien Tchouameni er ekki ‘nýi Paul Pogba, en það er undrabarnið sjálft sem fjallar um málið.
Tchouameni er 22 ára gamall og gekk í raðir Real Madrid í sumar en hann kom frá franska úrvalsdeildarfélaginu Monaco.
Tchouameni hefur verið líkt við Pogba, leikmann Juventus, sem lék einnig lengi með Manchester United sem og franska landsliðinu.
,,Ég er ekki nýi Pogba… Ég er Aurelien Tchouameni, ég mun skrifa mína eigin sögu,“ sagði miðjumaðurinn við Diario AS.
,,Pogba er leikmaður sem ég fylgdist mikið með á yngri árum. Við spilum sömu stöðu en það er bara einn Pogba.“
,,Ég reyni að gera mitt fyrir landsliðið en ef Pogba og N’Golo Kante snúa aftur þá þarf þjálfarinn að taka ákvörðun, ég geri mitt til að fá að byrja.“