Það er möguleiki á því að Matt Doherty sé á förum frá Tottenham bráðlega ef Antonio Conte fær einhverju ráðið.
Conte er stjóri Tottenham og gagnrýndi Doherty harkalega eftir leik liðsins við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham tapaði þessum leik 3-1 og var spilamennska liðsins ekki upp á marga fiska en Írinn fékk fáar mínútur eins og venjan hefur verið á tímabilinu hingað til.
,,Doherty spilaði alla leiki á síðustu leiktíð. Í dag horfi ég ekki á hann sem byrjunarliðsmann. Ég er ekki heimskur, ég vil ekki tapa,“ sagði Conte.
Doherty hefur aðeins spilað tvo deildarleiki með Tottenham á tímabilinu og þá þrjá leiki í öllum keppnum.
Hann á þó enn eftir að byrja leik og virðist alls ekki vera inni í myndinni hjá Conte. Doherty kom til Tottenham frá Wolves fyrir tveimur árum síðan.
Bakvörðurinn lék alls 26 leiki fyrir Tottenham á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk