Það er enginn leikmaður í Evrópu sem hefur byrjað tímabilið jafn vel og Erling Haaland, leikmaður Manchester City.
Haaland hefur skorað þrjár þrennur fyrir Man City í deildinni síðan hann kom frá Dortmund í sumar.
Norðmaðurinn gerði þrennu í 6-3 sigri á Manchester United í gær og er með 14 mörk í aðeins átta leikjum.´
Haaland er nú búinn að spila 100 keppnisleiki í tveimur af bestu deildum Evrópu, Bundesligunni og ensku úrvalsdeildinni.
Það er gríðarlega áhugavert að skoða samanburð á Haaland og bestu framherjum sögunnar en hann er með bestu tölfræðina.
Haaland hefur skorað 103 mörk í fyrstu 100 leikjunum, eitthvað sem enginn náði að afreka.
How Erling Haaland compares to the best strikers after their first 𝟏𝟎𝟎 𝐚𝐩𝐩𝐞𝐚𝐫𝐚𝐧𝐜𝐞𝐬 in major European leagues 👇
🔹 Haaland – 103 goals
🔹 Romario – 90 goals
🔹 Ronaldo – 86 goals
🔹 Van Nistelrooy – 77 goals pic.twitter.com/E1iU40bzeW— Football Daily (@footballdaily) October 3, 2022