Wolves í ensku úrvalsdeildinni leitar nú að nýjum stjóra en Bruno Lage hefur verið rekinn frá félaginu.
Lage var rekinn í gær eftir 2-0 tap gegn West Ham en byrjun Úlfanna var alls ekki sannfærandi úi ensku deildinni.
Líklegast er að Ruben Amorim verði ráðinn stjóri Wolves en hann hefur gert mjög góða hluti með Sporting í Portúgal.
Amorin er Portúgali líkt og margir leikmenn Wolves en Lage var einnig portúgalskur sem og Nuno Santos sem þjálfaði liðið fyrir það.
Amorin er einn best spennandi þjálfari Evrópu en hann hefur stýrt Sporting frá árinu 2020 og er fyrrum landsliðsmaður Portúgals.
Sporting vann deildina undir Amorim á síðustu leiktíð og hefur einnig unnið bikarinn tvö ár í röð.