Eins og flestir vita þá hefur miðjumaðurinn Paul Pogba yfirgefið Manchester United og er farinn til Ítalíu.
Pogba spilaði með Man Utd í sex ár og átti fallegt glæsibýli í Manchester sem varð laust í sumar eftir flutninga.
Nýjasti leikmaður Man Utd, Antony, býr nú í fyrrum heimili Pogba en hann samdi við félagið í sumar.
Pogba er gríðarlega umdeildur í Manchester en hann var lengi ásakaður um að leggja sig ekki fram fyrir félagið og var oft skotmark knattspyrnusérfræðinga sem og stuðningsmanna.
Þessi 22 ára gamli Brasilíumaður kostaði 85 milljónir punda í sumar og þurfti fljótlega að redda sér heimili eftir að hafa samið seint í sumarglugganum.
Húsið er gríðarlega fallegt og er til að mynda með fimm svefnherbergi og er pláss fyrir nóg af félagsskap.
Myndir af glæsibýlinu má sjá hér.