Ummæli Luis Campos, yfirmanns knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain, hafa vakið töluverða athygli um helgina.
Campos viðurkennir þar að PSG hafi gert mistök með að fá bæði til sín Neymar frá Barcelona og Kylian Mbappe frá Monaco.
Um er að ræða tvo af bestu leikmönnum heims en þeir spila í raun sömu stöðu sem er ekki það sem PSG sá fyrir.
Campos segir að sumargluggi PSG hafi ekki verið nógu góður en líkur er á að félagið hafi reynt að losa Neymar áður en honum var lokað.
,,Við gerðum mistök með að semja við tvo leikmenn sem spila í sömu stöðunni,“ sagði Campos í hlaðvarpsþætti.
,,Félagaskiptaglugginn var ekki góður því okkur vantar lykilleikmenn í mikilvægar stöður og erum með of marga leikmenn í öðrum stöðum.“