KA vann dýrmætan sigur í Bestu deild karla í dag er leikið var í efri hluta deildarinnar í úrslitakeppninni.
Tveir leikir fóru fram og var á meðal annars spilað á Akureyri þar sem KA tók á móti KR.
Sjálfsmark Grétars Snæs Gunnarssonar tryggði KA stigin þrjú og einnig annað sætið í bili.
KA er að tryggja sér Evrópusæti en liðið er einnig fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks.
ÍA er fimm stigum frá öruggu sæti í botnbaráttunni en liðinu mistókst að sækja stig til Keflavíkur á sama tíma.
Keflavík vann 3-2 heimasigur á Skagamönnum sem eru á botni deildarinnar eftir 23 leiki.
KA 1 – 0 KR
1-0 Grétar Snær Gunnarsson(’49, sjálfsmark)
Keflavík 3 – 2 ÍA
0-1 Benedikt V. Waren(’18)
1-1 Kian Williams(’28)
2-1 Patrik Johannesen(’45, víti)
2-2 Johannes Vall(’54)
3-2 Joey Gibbs(’64)