Jose Mourinho og hans menn í Roma unnu frábæran sigur í Serie A í dag er liðið mætti Inter Milan á útivelli.
Mourinho var í stúkunni og tók út leikbann í sigrinum en Roma hafði betur með tveimur mörkum gegn einu.
Federico Dimarco kom Inter yfir í leiknum en þeir Paulo Dybala og Chris Smalling tryggðu Roma sigurinn.
Síðar í kvöld vann lið AC Milan Empoli 3-1 og lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar.
Sigur Milan var magnaður en Empoli jafnaði metin á lokamínútu leiksins áður en gestirnir skoruðu tvö mörk í uppbótartíma.
Napoli er á toppnum taplaust með 20 stig eftir að hafa lagt Torino í síðasta leik kvöldsins 3-1.
Inter 1 – 2 Roma
1-0 Federico Dimarco(’30 )
1-1 Paulo Dybala(’39 )
1-2 Chris Smalling(’75 )
Empoli 1 – 3 Milan
0-1 Ante Rebic(’79)
1-1 Nedim Bajrami(’90)
1-2 Fode Toure(’90)
1-3 Rafael Leao(’90)
Napoli 3 – 1 Torino
1-0 Andre Zambo Anguissa(‘6)
2-0 Andre Zambo Anguissa(’12)
3-0 Khvicha Kvaratskhelia(’37)
3-1 Antonio Sanabria(’44)