Nú er hálfleikur í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á milli Víkings Reykjavík og FH.
Staðan er nokkuð sanngjarnt 1-1.
Víkingur komst yfir með marki frá Pablo Punyed á 26. mínútu. Forystan lifði þó aðeins í um tvær mínútur áður en Oliver Heiðarsson var búinn að jafna fyrir FH.
Hér að neðan má sjá mörkin.
PABLO PUNYED kemur Víkingum yfir á 26. mínútu, stemmingin er á Laugardalsvelli, það er ljóst! pic.twitter.com/EXyjDAFQx9
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022
Þetta stóð ekki lengi, Oliver Heiðarsson jafnar metin fyrir FH! pic.twitter.com/iXN2M6u5xB
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022