fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Davíð segir að FH muni bæta aðstöðuna enn frekar – „Það myndi gera ansi margt fyrir okkur og kannski fullkomna þetta svæði“

433
Laugardaginn 1. október 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson og Davíð Þór Viðarsson settust í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. Þar var meðal annars farið yfir lokakaflann í Bestu deild karla. 

Nú hefur deildinni verið skipt upp í efri og neðri hluta. Öll lið eiga fimm leiki eftir, sem dreifast á helgarnar í október.  

Margir hafa rætt það að of langt sé á milli leikja og að margir þeirra séu spilaðir of snemma. Það kemur meðal annars til vegna þess að það skortir víða flóðljós, meðal annars á Kaplakrikavelli. 

„Það er peningaspursmál. Í ekkert alltof fjarlægri framtíð verðum við með flóðljós,“ segir Davíð, en hann er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. 

„Það myndi gera ansi margt fyrir okkur og kannski fullkomna þetta svæði. Á næsta ári verður lagður hybrid-grasvöllur á æfingasvæðið hjá okkur. Þá erum við á toppnum aðstöðulega séð, þó við séum það ekki í deildinni.“ 

Næst snerist einbeitingin að deildinni sjálfri. Bikarúrslitaleikurinn á milli Víkings Reykjavíkur og FH hefur ansi mikið að segja um hana. Ef Víkingur vinnur er Evrópusæti tryggt og þriðja sæti Bestu deildar fær þannig þriðja Evrópusætið. KA er þar sem stendur, með mjög gott forskot á Val.  

„Þetta verður alveg tilgangslaust ef við vinnum á laugardaginn, þá er Evrópusætið komið. En ef FH vinnur erum við í svakalegri samkeppni við frábært lið KA,“ segir Tómas. 

Það er hins vegar mun meiri spenna í neðri hlutanum. 

„Það er engum blöðum að fletta um það að spennan verður í neðri hlutanum. Þar er allt upp í loft og öll liðin eiga eftir að mætast innbyrðis. Þetta á eftir að verða algjörlega geggjað,“ segir Tómas. 

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Í gær

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Í gær

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Í gær

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
Hide picture