fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Rúnar Alex fær aukna samkeppni hjá Arsenal – Kaupa samherja Arnórs Ingva

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er að ganga frá kaupum á Matt Turner markverði New England Revolution en félagið borgar tæpar 6 milljónir punda fyrir kappann.

Turner er markvörður í landsliði Bandaríkjanna og hefur verið liðsfélagi Arnórs Ingva Traustasonar hjá New England.

Turner er 27 ára gamall en búist er við að hann skrifi undir hjá Arsenal á næstu dögum en gangi svo formlega í raðir félagsins í sumar.

Rúnar Alex Rúnarsson fær þar með aukna samkeppni en íslenski markvörðurinn er í eigu Arsenal. Hann er nú á láni hjá OH Leuven í Belgíu.

Búist er við að kaup Arsenal á Turner verði til þess að Bernd Leno yfirgefi félagið í sumar. Aaron Ramsdale er fyrsti kostur liðsins í markið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?