fbpx
Þriðjudagur 17.maí 2022
433Sport

Heimir um málefni Hannesar – „Eitthvað sem býr að baki þegar gerðar eru breytingar“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var gestur í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í gær þar sem hann gerði upp síðasta tímabil á Hlíðarenda og horfði til þess næsta.

„Þetta er margþætt, við misstum dampinn. Menn misstu sjálfstraust og við reyndum að finna lausnir á þessu en það gekk ekki, það verður að viðurkennast. Í framhaldi af því höfum við farið í rannsóknarvinnu og leitað leiða til þess að ef þetta kemur fyrir aftur þá verðum við með betri lausnir. Það er langtíma verkefni, það er langt í mótið og við höfum tíma til að vinna í þessum hlutum. Þetta gerist 2019 og gerist 2021 hjá Val, við viljum ólmir koma í veg fyrir að þetta gerist einu sinni enn,” segir Heimir um hvað fór klikkaði hjá Val á síðustu leiktíð.

„Við hefðum mátt spila betur. Að búa til velgengni er eitt en að viðhalda henni er allt annað, þú getur ekki alltaf spilað brasilískan bílastæðabolta ef þú ætlar að viðhalda árangri. Það er ekki alltaf skemmtilegasti fótboltinn sem vinnur flestu titlana. Fótboltinn var ekki góður á köflum, það vantaði betri boltalausa hreyfingu í sókninni og meiri græðgi. Þetta var alveg sami fótbolti og 2020 þar sem við skoruðum 50 mörk í 18 leikjum, við verðum að finna lausn á þessu,” segir Heimir.

video

„Valur vill keppa um þessa titla er í boði, við höfum verið að breyta liðinu og reyna að styrkja okkur. Við ætlum að halda áfram í því. Við þurfum að reyna að virkja menn betur ef það er mótlæti, að menn stígi upp og taki að sér hlutverk leiðtoga. Við erum að reyna að nota ýmis brögð til að koma okkur aftur þangað sem við viljum vera“

Klaufaleg endalok í máli Hannesar

Hannes Þór Halldórsson og Valur sömdu um starfslok að loknu tímabili. Vakti það athygli að Heimir vildi losa sig við einn besta markvörð í sögu Ísland. „Ég er þeirrar skoðunar að svona mál eru leyst innanbúðar, þau eru ekki leyst í fjölmiðlum. Ég tók ákvörðun að á þessum tímapunkti þyrfti að breyta hópnum og þetta var niðurstaðan. Ég hef ekki lagt það í vana minn að þegar ég læt leikmenn fara að tjá mig í fjölmiðlum. Ég hef látið leikmenn fara, leikmenn hafa farið frá mér og það hefur fullt af leikmönnum sem hafa ekki viljað koma til mín. Alltaf þegar eru gerðar breytingar þá er eitthvað sem býr að baki, þetta mál var leyst innan félagsins,” sagði Heimir.

Þegar málið var leyst greindi Valur frá því á samfélagsmiðlum að Hannes hefði verið rekinn, það var rangt.

„Mér fannst þetta klaufalegt, menn læra af þessu og halda áfram. Þetta er búið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku og Noregi

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku og Noregi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Galdur skoraði í tapi gegn Írlandi – Íslenska landsliðið vann riðilinn

Galdur skoraði í tapi gegn Írlandi – Íslenska landsliðið vann riðilinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langur fundur hjá umboðsmanni Pogba og Juventus í dag

Langur fundur hjá umboðsmanni Pogba og Juventus í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Æstur Zlatan braut rúðu og reitti bílstjórann til reiði

Sjáðu myndbandið: Æstur Zlatan braut rúðu og reitti bílstjórann til reiði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Már yfirgefur rúmensku meistarana

Rúnar Már yfirgefur rúmensku meistarana
433Sport
Í gær

Neitaði að vera í hóp hjá Chelsea í úrslitum enska bikarsins

Neitaði að vera í hóp hjá Chelsea í úrslitum enska bikarsins
433Sport
Í gær

Neitaði að vera með þegar stutt var við hinsegin samfélagið

Neitaði að vera með þegar stutt var við hinsegin samfélagið