fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
433Sport

Taka hart á stuðningsmönnum sem henda hlutum inn á völlinn – Þrír hið minnsta verið handteknir eftir leiki helgarinnar

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 08:28

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið að minnsta kosti þrjá einstaklinga í tengslum við leiki í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Einstaklingarnir eru allir sakaðir um að hafa hent hlutum inn á knattspyrnuvöllinn úr stúkunnu og í átt að leikmönnum.

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við leik Chelsea og Tottenham um helgina sem endaði með 2-0 sigri Chelsea. Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea lenti í því að hlutum var kastað í áttina að honum af stuðningmönnum Tottenham, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þá hefur að minnsta kosti einn verið handtekinn í tengslum við svipað atvik í leik Everton og Aston Villa um helgina en flösku var kastað í áttina að leikmönnum Aston Villa er þeir fögnuðu eina marki leiksins undir lok fyrri hálfleiks.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur kallað eftir því eftir leiki helgarinnar að samskipti leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna þurfi að batna. Hann segist ekki hafa áhyggjur af ástandinu en öryggisgæsla á heimavelli Chelsea hefur verið efld eftir nokkur atvik þar sem að stuðningsmenn hlupu inn á völlinn á meðan að leik stóð.

,,Ef þetta er nýja normið þá þurfum við að standa saman til að sjá til þess að þetta stoppi eins fljótt og hægt er til þess að standa vörð um frábæra andrúmsloftið í kringum knattspyrnuleiki á Englandi,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea í viðtali eftir leik liðsins gegn Tottenham um helgina.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum
433Sport
Í gær

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann
433Sport
Í gær

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu