fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Fékk miður skemmtileg skilaboð frá Messi á Instagram – ,,Ég samþykki það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher rifjaði upp á Sky Sports í gær þegar Lionel Messi sendi honum miður falleg einkaskilaboð á Instagram.

Carragher var, ásamt Gary Neville, við störf sem sparkspekingur í kringum leik Watford og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þeir félagar völdu lið ársins að þeirra mati. Þá barst talið að Messi. Hann komst ekki í lið þeirra Carragher og Neville.

,,Fyrr á leiktíðinni talaði ég um að Ronaldo væri ekki bestu kaupin fyrir United. Ég notaði Messi sem dæmi, mér fannst hann ekki frábær fjárfesting fyrir PSG,“ sagði Carragher.

Jamie Carragher / GettyImages

Fór þetta greinilega ekki vel í Messi. ,,Ég fékk einkaskilaboð á Instagram. Hann kallaði mig eiginlega bara asna.“

Carragher vakti athygli á því að Messi fylgdist greinilega með umræðunni á Sky Sports fyrst hann heyrði ummæli hans. Þessi fyrrum varnarmaður Liverpool vonaðist því til að Messi væri einnig að fylgjast með í gær og sendi honum skilaboð.

,,Lionel, ég elska þig. Þú ert besti leikmaður allra tíma. Miðað við þig var ég asni, ég samþykki það,“ sagði Carragher léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“
433Sport
Í gær

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
433Sport
Í gær

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Í gær

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára