fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Fékk miður skemmtileg skilaboð frá Messi á Instagram – ,,Ég samþykki það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher rifjaði upp á Sky Sports í gær þegar Lionel Messi sendi honum miður falleg einkaskilaboð á Instagram.

Carragher var, ásamt Gary Neville, við störf sem sparkspekingur í kringum leik Watford og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þeir félagar völdu lið ársins að þeirra mati. Þá barst talið að Messi. Hann komst ekki í lið þeirra Carragher og Neville.

,,Fyrr á leiktíðinni talaði ég um að Ronaldo væri ekki bestu kaupin fyrir United. Ég notaði Messi sem dæmi, mér fannst hann ekki frábær fjárfesting fyrir PSG,“ sagði Carragher.

Jamie Carragher / GettyImages

Fór þetta greinilega ekki vel í Messi. ,,Ég fékk einkaskilaboð á Instagram. Hann kallaði mig eiginlega bara asna.“

Carragher vakti athygli á því að Messi fylgdist greinilega með umræðunni á Sky Sports fyrst hann heyrði ummæli hans. Þessi fyrrum varnarmaður Liverpool vonaðist því til að Messi væri einnig að fylgjast með í gær og sendi honum skilaboð.

,,Lionel, ég elska þig. Þú ert besti leikmaður allra tíma. Miðað við þig var ég asni, ég samþykki það,“ sagði Carragher léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun