fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Segja knattspyrnuskóna vera komna upp á hillu hjá Ragga Sig – ,,Búinn að reyna finna neistann síðustu ár“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 12:33

Ragnar Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Þetta er fullyrt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

,,Þetta er stórt. Þetta er maður sem var frábær í Svíþjóð, Danmörku og Rússlandi. Hann átti geggjaðan feril,“ sagði Hjörvar Hafliðason og spurði síðan einn af sérfræðingum þáttarins, Albert Brynjar Ingason sem þekkir vel til Ragga Sig, hvort hann vissi ástæðuna á bak við þessa ákvörðun.

,,Hann er búinn að vera reyna finna þennan neista síðustu ár. Þú vilt ekkert taka skyndiákvörðun um að hætta, þú reynir stundum að leita að þessum neista með ákveðnum breytingum. Hann reyndi það  en á einhverjum tímapunkti verður maður að vera heiðarlegur með þetta og taka þessa ákvörðun eins erfið og hún er,“ sagði Albert Brynjar Ingason, góðvinur Ragnars.

Ragnar á að baki 97 leiki fyrir A-landslið Íslands, hann myndaði ásamt Kára Árnasyni, eitt besta miðvarðarpar í sögu íslenska landsliðsins og fór með Íslandi á tvö stórmót þar sem að hann skoraði meðal annars eftirminnilegt mark í 2-1 sigri Íslands á Englandi í 16- liða úrslitum EM 2016.

Ragnar átti einnig farsælan atvinnumannaferil en hann spilaði og er mjög vel liðinn eftir tíma sinn hjá FC Kaupmannahöfn, þá var hann einnig á mála hjá liðum á borð við Fulham, Krasnodar, Rubin Kazam og Rostov.

Ragnar er uppalinn hjá Fylki og hann endaði knattspyrnuferil sinn með því að leika með liðinu hér heima á síðasta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði